Tölvunarfræðingur (máltækni)

Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík (Mál- og raddtæknihópur, lvl.ru.is) leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að starfa við þróun og gerð raddstýringar fyrir efnisveitu af vef. Starfið gengur út á að setja saman talgreini fyrir íslensku með sérhæfðu mállíkani þannig að hægt sé að vafra um ákveðna vefi (eins og ruv.is) með raddskipunum. Verkefnið er unnið í samstarfi við sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í raddstýringu fyrir efnisveitu yfir vefinn og RÚV, en vinnan fer fram í góðum hópi sérfræðinga í HR sem vinna við svipuð verkefni. Ráðningin er til eins árs með möguleikum á framlengingu.

 

Hæfniskröfur

  • BSc gráða í tölvunarfræði eða sambærilegu og/eða menntun í máltækni
  • Góð þekking á Linux er æskileg
  • Góð forritunarkunnátta (t.d. Java, Python, JavaScript)
  • Reynsla af hugbúnaðargerð fyrir vefinn æskileg (t.d. HTML5, AngularJS eða sambærilegt)
  • Reynsla af prófunardrifinni hugbúnaðargerð æskileg

 

Tímabundin staða

Starfið er tímabundið í 12 mánuði til að byrja með en framhaldið veltur á frekari styrkjum/fjármögnun.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Guðnason (jg@ru.is), dósent við tækni- og verkfræðideild og Anna Björk Nikulásdóttir, rannsóknarkona við tækni- og verkfræðideild. Viðtöl hefjast 14. september en umsóknir sem berast eftir þá dagsetningu verða teknar til greina ef ekki hefur verið ráðið í starfið í síðasta lagi 1. desember 2017. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, hér að neðan. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Share job
 
  • Reykjavik University
  • Menntavegur 1
  • 101 Reykjavík
  • Phone nr: +354 599 6200