Framleiðandi myndefnis

side photo

Háskólinn í Reykjavík leitar að drífandi einstaklingi í starf framleiðanda fyrir myndbönd. Starfið felst í framleiðslu fjölbreyttra myndbanda til að nota við kennslu og til að koma vísindum og upplýsingum um nám og lífið í HR á framfæri á vef og samfélagsmiðlum. Um er að ræða nýtt starf sem viðkomandi fær tækifæri til að móta. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga og reynslu af myndbandagerð og metnað til að miðla kennsluefni og vísindum á spennandi hátt til ungs fólks.

 

STARFSSVIÐ:

 • Uppsetning á nýju stúdíói HR
 • Gerð fjölbreyttra myndbanda fyrir kennslukerfi HR, vef og samfélagsmiðla
 • Stuðningur og leiðsögn við kennara varðandi gerð kennslumyndbanda
 • Þátttaka í þróun stafrænnar kennslu í HR
 • Þátttaka í ytri og innri markaðssetningu HR


HÆFNISKRÖFUR:

 • Reynsla af myndbandagerð, þar með talið framleiðslu, tökum og klippingu
 • Tæknileg þekking á myndavélum og búnaði til myndbandagerðar
 • Þekking á notkun myndbanda til markaðssetningar á samfélagsmiðlum er kostur
 • Áhugi á kennslu og vísindamiðlun
 • Vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skipulagshæfileikar
 • Ritfærni á íslensku og ensku

 

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðsmála- og samskipta, (eirikursig@ru.is), og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða, (sigridureg@ru.is). Umsóknum ásamt sýnishorni af fyrri verkum skal skilað hér á ráðningavef Háskólans í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019.


Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru sjö: iðn- og tæknifræðideild, íþróttafræðideild, lagadeild, sálfræðideild, tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.