Akademísk staða í fjármálum

side photo

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík (HR) auglýsir eftir kennara á sviði fjármála og tengdra greina. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheitið ákvarðað út frá formlegu hæfnismati.

 

STARFSSVIÐ:

 • Rannsóknir á sviði fjármála og tengdra greina.
 • Kennsla í grunn- og framhaldsnámi í námskeiðum á borð við fjármál fyrirtækja, alþjóðafjármál, verðmat, afleiður, eignastýring eða stafræn fjármál.
 • Leiðsögn nemenda á grunn-, meistara- og doktorsstigi.
 • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar, þar með talið þróun námsframboðs hennar.

 

HÆFNISKRÖFUR:

 • Doktorspróf í fjármálum, eða tengdum greinum.
 • Færni og reynsla af rannsóknarstörfum staðfest af birtum ritverkum á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi.
 • Reynsla af kennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða.
 • Góð enskukunnátta er skilyrði.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

 

Viðskiptadeild HR býður upp á nám á grunn- og framhaldsstigi í viðskiptafræði og hagfræði. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í flutningskostnaði fyrir nýja kennara sem flytja frá útlöndum.

Nánari upplýsingar um starfið veita dr. Friðrik Már Baldursson (fmb@ru.is) forseti viðskiptadeildar og Ester Gústavsdóttir (esterg@ru.is) mannauðssérfræðingur. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík: radningar.hr.is eigi síðar en 1. mars 2020. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum:

 • Umsóknarbréf þar sem fram kemur hvort umsækjandi sækir um starf lektors, dósents eða prófessors.
 • Starfsferilskrá ásamt ritaskrá.
 • Afrit af viðeigandi prófskírteinum.
 • Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement).
 • Afrit af þremur til fimm birtum ritverkum.
 • Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og nálgun umsækjanda í kennslu (e. teaching statement).
 • Gögn til vitnis um árangur í kennslu.
 • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri og geta stutt umsóknina.

 

Í Háskólanum í Reykjavík er lögð er áhersla á að skapa alþjóðlegan vinnustað sem fagnar fjölbreytileika og einkennist af virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Veitt eru jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa samkvæmt siðareglum og jafnréttisáætlun HR. Akademískar deildir HR eru sjö: iðn- og tæknifræðideild, lagadeild, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, verkfræðideild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í sjö deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.