Akademísk staða á sviði vélmenna og stýritækni

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir akademískum starfsmanni á sviði stýritækni, vélmenna, hátækni (mekatróník) eða sambærilegu. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheitið ákvarðað út frá formlegu hæfismati.

 


HÆFNISKRÖFUR

 • Doktorspróf í verkfræði með sérhæfingu í stýritækni eða vélmennum.
 • Færni og reynsla af rannsóknarstörfum og öflun rannsóknastyrkja.
 • Skýr framtíðarsýn í rannsóknum á sviðinu.
 • Reynsla af kennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.STARFSSVIÐ:

 • Rannsóknir á sviði stýritækni, vélmenna (robotics), hátækni (mekatróník) eða tengdum greinum.
 • Kennsla í grunn- og framhaldsnámi í námskeiðum á borð við aflfræði, stýritækni og stýrikerfi, og mekatróník.
 • Leiðsögn nemenda í grunn- og framhaldsnámi.
 • Þátttaka í stjórnsýslu sviðsins þar með talið þróun námsframboðs deildarinnar og uppbygging tilraunastofa til kennslu.


Tækni- og verkfræðideild býður upp á nám á grunn- og framhaldsnámsstigi í meðal annars rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði, hátækniverkfræði, heilbrigðisverkfræði, byggingarverkfræði, fjármálaverkfræði, rekstrarverkfræði og orkuverkfræði.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar, gudrunsa@ru.is, og Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri deildarinnar, sigrunth@ru.is. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir fræðastörf og reynslu af kennslu, afritum af helsta birta efni og meðmælum, skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík,hér að neðan, fyrir 15. júlí 2018. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara

 

 

 

 

Deila starfi
 
 • Háskólinn í Reykjavík
 • Menntavegi 1
 • 101 Reykjavík
 • Sími: 599 6200