Tækni- og verkfræðideild auglýsir eftir rafmagnsverkfræðingi

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir rafmagnsverkfræðingi.

 

STARFSSVIÐ:

 • Kennsla í rafmagnsiðnfræði, rafmagnstæknifræði og grunnnámi í verkfræði
 • Mótun kennslu í fögum á rafmagnssviði við Tækni- og verkfræðideild
 • Þátttaka í stjórnsýslu deildar og kynningarstarfi

HÆFNISKRÖFUR:

 • Meistaragráða í rafmagnsverkfræði eða tengdum fögum
 • Sérhæfing á sviði raforku er kostur
 • Reynsla af kennslu er kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð kunnátta í ensku og íslensku í ræðu og riti

Nánari upplýsingar um starfið veita Ágúst Valfells, forseti tækni- og verkfræðideildar, av@ru.is, og Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri deildarinnar, sigrunth@ru.is. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir starfsreynslu og reynslu af kennslu og tveimur nöfnum á meðmælendum, skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, radningar.hr.is fyrir 1. febrúar 2019. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann, auk fjölda stundakennara.

 

 

Deila starfi
 
 • Háskólinn í Reykjavík
 • Menntavegi 1
 • 101 Reykjavík
 • Sími: 599 6200